Lýst eftir vitnum að flöskukasti
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að atburði sem átti sér stað á skemmtistaðnum Yello á aðfararnótt sunnudagsins 27. apríl.
Um kl. 3:10 var bjórflösku kastað inn á dansgólf staðarins og hafnaði hún í andliti ungrar konu.
Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar um þennan atburð eru beðnir að hafa samband við rannsóknardeild lögreglu í síma 420 1877.