Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýst eftir vitnum að eignaspjöllum og kerruþjófnaði
Fimmtudagur 20. júlí 2006 kl. 15:19

Lýst eftir vitnum að eignaspjöllum og kerruþjófnaði

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir vitnum að eignaspjöllum sem unnin voru á tveimur bifreiðum sem stóðu við Heiðarbraut 5h, Reykjanesbæ, á tímabilinu frá þriðjudegi 11. júlí til laugardags 16. júlí. Bifreiðarnar voru rispaðar með oddhvössu áhaldi.
 
Lögreglan í Keflavík lýsir jafnframt eftir upplýsingum um Brenderup bílakerru (þ.e. kerru með brautum til bifreiðaflutninga) sem stolið var í Reykjanesbæ sunnudaginn 9. júlí. Talið er að síðast hafi sést til kerrunnar aftan í grænni pallbifreið sem ekið var austur Reykjanesbraut.
 
Þeir sem kynnu að búa yfir upplýsingum um ofangreind mál eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík, s. 420 2400 eða 112.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024