Lýst eftir vitnum
Ekið var utan í bifreið af gerðinni Hyundai Santa Fe á bílastæðinu við Bónus í Reykjanesbæ miðvikudaginn 4. apríl sl á milli 5 og 6 síðdegis. Sá sem það gerði yfirgaf vettvanginn án þess að tilkynna atvikið. Vill eigandi bílsins biðla til geranda eða jafnvel þeirra sem gætu hafa orðið vitni að atvikinu að gefa sig fram við lögreglu eða eigandann í síma 897 7014.
Á myndinni sést ákoman hægra megin á framstuðara.