Fimmtudagur 10. nóvember 2005 kl. 14:12
Lýst eftir vitnum
Í morgun var tilkynnt um eignaspöll á rauðri Nissan Micra bifreið utan við Akurskóla í Njarðvík.
Búið var að rispa vélarlok bifreiðarinnar, með oddkvössu áhaldi. Ef einhver hefur orðið vitni að atburðinum er sá hinn sami vinsamlega beðinn um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.