Lýst eftir vitnum
Rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík lýsir eftir vitnum að átökum og rúðubroti sem átti sér stað á Hafnargötu í Keflavík aðfaranótt sunnudagsins 9. desember síðastliðinn um kl. 04 eða laust eftir það. Átökin munu hafa hafist við skemmtistaðinn H-38 og borist síðan norður fyrir Hafnargötu 36 þar sem Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eru til húsa. Í kjölfar átakanna var brotin rúða hjá tryggingafélaginu. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um ofangreinda atburði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma:420-2400