Lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun umhverfisráðherra
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun umhverfisráðherra að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur. Brýn þörf er á að styrkja orkuflutningskerfið fyrir almenna notkun og frekari uppbyggingu á Suðurnesjum, segir bæjarráð Garðs.
Sameiginlegt mat á tengdum framkvæmdum er ekki framkvæmanlegt því ekki er ljóst hvaða framkvæmdir tengjast beint orkuöflun og orkuflutningum á svæðinu. Bæjarráð Garðs telur að ekki megi setja Stöðuleikasáttmála ríkisstjórnarinnar, verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í hættu með því að skapa óvissu um stöðu þeirra mikilvægu verkefna sem unnið er að til að blása lífi í atvinnulífið í landinu og sérstaklega hér á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi er hvað mest á landinu.