Lýsir ánægju með samstöðu þingmanna vegna stöðu Suðurnesja
Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ályktun Alþingis um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með samstöðu þingmanna kjördæmisins í málinu.
„Suðurnesjabær er reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli ályktunar Alþingis og væntir þess að vinna samkvæmt henni hefjist sem fyrst,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar.