Fréttir

Lýsir áhyggjum af arðgreiðslum Isavia í Ríkissjóð
Laugardagur 24. janúar 2015 kl. 15:35

Lýsir áhyggjum af arðgreiðslum Isavia í Ríkissjóð

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir áhyggjum sínum yfir því að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir því að Isavia greiði 700 milljónir króna arðgreiðslu inn í ríkissjóð. Þetta segir í bókun stjórnar SSS vegna tillagna í fjárlagafrumvarpi 2015.

Þá segir: Vaxandi straumur erlendra ferðamanna til Íslands hefur ekki farið fram hjá neinum og samkvæmt spám á sá straumur enn eftir að vaxa á næstu árum. Hliðið inn í Ísland er í gegnum Keflavíkurflugvöll enda fara rúmlega 95% af öllum erlendum gestum í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia verður að hafa getu til að geta staðið að nauðsynlegri uppbyggingu til að Íslendingar geti tekið á móti þeim aukna fjölda erlendra gesta sem eru forsenda þess vaxtar sem er fyrirséður í íslenskri ferðaþjónustu um allt land. Ekki má draga úr getu Isavia til að standa að eðlilegri fjárfestingu á á flugvallarsvæðinu á Suðurnesjum. Jafnframt væri slík ákvörðun köld kveðja til Suðurnesjamanna sem hafa á undanförnum árum tekist á við erfiða stöðu á vinnumarkaði og þurfa nauðsynlega á atvinnuuppbygginu að halda.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum telur því rétt að aðrar leiðir verði farnar til að afla umræddra 700 milljóna í ríkissjóð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024