Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsi framan á Grindavíkurbúninginn á ný
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 9. desember 2022 kl. 16:15

Lýsi framan á Grindavíkurbúninginn á ný

Stakkavíkurvöllurinn næstu þrjú árin

Knattspyrnudeild UMFG í Grindavík hélt aftur sitt árlega hangikjötskvöld föstudagskvöldið 2. desember en vegna COVID fór gleðin ekki fram undanfarin tvö ár. Í fyrsta sinn var borðað í Gjánni, samkomustaðnum sem tilheyrir íþróttahúsi Grindavíkur, en fordrykkurinn fór fram í gula húsinu sem hefur verið samofið knattspyrnudeild UMFG allar götur síðan húsið var reist árið 1986.

Það sem bar hæst var klárlega að Lýsi hf. var kynnt sem nýr styrktaraðili og mun verða framan á búningunum næstu tvö árin en Lýsi hf. hafði fylgt knattspyrnudeildinni um árabil og verið framan á búningnum en samstarfinu lauk árið 2018. Því gladdi hjörtu viðstaddra að sjá Katrínu Pétursdóttur, forstjóra og aðaleiganda Lýsis, og mátti sjá tár á hvarmi sumra þegar hún hélt hjartfólgna ræðu. Það er merkileg staðreynd að þá var um annan lengsta styrktarsamning fyrirtækis við knattspyrnulið í heiminum að ræða en einungis stórlið PSV var með lengri samning, við Phillips. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sömuleiðis var kynnt nýtt nafn á vellinum en næstu þrjú árin mun hann heita Stakkavíkurvöllurinn því útgerðarfélagið Stakkavík, sem Hermann og Gestur Ólafssynir eiga, hefur bætt talsvert í sinn stuðning við knattspyrnudeildina. Hermann, forstjóri Stakkavíkur, skrifaði undir samninginn.

Nokkrir ræðumenn stigu í pontu og kitluðu hláturstaugar viðstaddra og eins var sungið, hangikjötið bragðaðist einstaklega vel og voru menn sammála um að mjög vel hafi til tekist og mikil gleði að þessi hefð sé komin aftur á.