Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna óveðurs
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 12:13

Lýsa yfir óvissustigi vegna óveðurs

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.

Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni.

Spáð er roki og ofsaveðri eftir hádegi í dag en ofsaveðri og fárviðri á landinu öllu í kvöld.

English
The National Commissioner of the Icelandic Police in association with the District Commissioners in Iceland declares an uncertainty phase due to weather forecast from the meteorological office of a violent storm with hurrican force winds in all areas of Iceland.
Travel advisory for all areas is in effect. Travellers are advised to avoid travelling in the South of Iceland from 1200 and in other areas from 1700. Uncertainty phase/level is characterized by an event which has already started and could lead to a threat to people, communities or the environment. At this stage the collaboration and coordination between the Civil Protection Authorities and stakeholders begins. Monitoring, assessment, research and evaluation of the situation is increased. The event is defined and a hazard assessment is conducted regularly.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024