Lýsa yfir áhyggjum vegna tekjutaps Vaktmiðstöðvar B.S.
Ólafur Thordersen lýsti yfir áhyggjum sínum á fundi bæjarstjórnar í vikunni vegna tekjutaps Vaktmiðstöðvar Brunavarna Suðurnesja fyrir hönd stjórnar B.S, en sem kunnugt er samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar að taka tilboði Öryggismiðstöðvar Íslands í vöktun öryggiskerfa fyrir stofnanir Reykjanesbæjar.Ólafur sagði tekjutap Vaktmiðstöðvarinnar nema 1,2 milljónum og taldi hann þetta tap sýna jafnvel fram á það að Vaktmiðstöðin verði lögð af. Stjórn Brunavarna Suðurnesja mun ræða framtíð Vaktmiðstöðvar B.S. á næsta fundi stjórnar.
Óánægjuraddir hafa heyrst
Öryggismiðstöð Íslands hefur að undanförnu verið gagnrýnd fyrir ekki nægilega skjót viðbrögð til slökkviliðs þegar eldvarnarkerfi hafa farið af stað og má meðal annars nefna æfingu sem fram fór í Myllubakkaskóla fyrir suttu þar sem of langur tími leið þangað til að slökkviliði barst tilkynningu um að elvarnarkerfi hefði farið í gang.
Mikill sparnaður
Reykjanesbær mun spara tæplega 400 þúsund krónur á ári fyrir að hafa tekið tilboði lægstbjóðanda í verkið, Öryggismiðstöðvar Íslands, en áætlaður kostnaður hljóðaði upp á tæplega 10,9 milljónir. Um er að ræða bæði bruna- og þjófarvarnavöktun í 30 byggingum Reykjanesbæjar og er samningstími til 5 ára. Það er þó hægt að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort kostnaðurinn muni skipta máli ef stórbruni verður og tilkall til slökkviliðs berst of seint, í stað þess að tilkynningin berist strax beint til Brunavarna Suðurnesja.
Óánægjuraddir hafa heyrst
Öryggismiðstöð Íslands hefur að undanförnu verið gagnrýnd fyrir ekki nægilega skjót viðbrögð til slökkviliðs þegar eldvarnarkerfi hafa farið af stað og má meðal annars nefna æfingu sem fram fór í Myllubakkaskóla fyrir suttu þar sem of langur tími leið þangað til að slökkviliði barst tilkynningu um að elvarnarkerfi hefði farið í gang.
Mikill sparnaður
Reykjanesbær mun spara tæplega 400 þúsund krónur á ári fyrir að hafa tekið tilboði lægstbjóðanda í verkið, Öryggismiðstöðvar Íslands, en áætlaður kostnaður hljóðaði upp á tæplega 10,9 milljónir. Um er að ræða bæði bruna- og þjófarvarnavöktun í 30 byggingum Reykjanesbæjar og er samningstími til 5 ára. Það er þó hægt að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort kostnaðurinn muni skipta máli ef stórbruni verður og tilkall til slökkviliðs berst of seint, í stað þess að tilkynningin berist strax beint til Brunavarna Suðurnesja.