Lýsa undrun með gang æskulýðsmála í Garði
Hreppsnefnd Gerðahrepps lýsir yfir fyllsta stuðningi á störf Æskulýðsnefndar Gerðahrepps og hvetur nefndina til að finna lausn á þeim vanda sem er til staðar. Á síðasta fundi hreppsnefndar Gerðahrepps var lögð fram bókun frá H-listanum, þar sem fram kemur að ágreiningur hefur verið á milli Æskulýðsnefndar og starfsmanns nefndarinnar. Í hreppsnefndinni var einnig lagður fram undirskriftarlisti um að Æskulýðsnefndin verði leyst frá störfum.Bókun frá H-listanum.
“H-listinn lýsir undrun sinni með gang mála í æskulýðsmálum í Gerðahreppi og hvetur sveitarstjórn til að taka höndum saman og leysa þann ágreining sem er á milli Æskulýðsnefndar og starfsmanns. Mikilvægt er að starfsmaðurinn komi aftur til starfa sem fyrst og haldi áfram ásamt Æskulýðsnefnd að byggja upp stöðugt félagslíf barna og unglinga í Garðinum.”
Varðandi liðinn önnur mál í fundargerðinni frá 23.01.03 lýsir Hreppsnefnd Gerðahrepps yfir fyllsta stuðningi á störf Æskulýðsnefndar og hvetur nefndina til að finna lausn á þeim vanda sem er til staðar. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
“H-listinn lýsir undrun sinni með gang mála í æskulýðsmálum í Gerðahreppi og hvetur sveitarstjórn til að taka höndum saman og leysa þann ágreining sem er á milli Æskulýðsnefndar og starfsmanns. Mikilvægt er að starfsmaðurinn komi aftur til starfa sem fyrst og haldi áfram ásamt Æskulýðsnefnd að byggja upp stöðugt félagslíf barna og unglinga í Garðinum.”
Varðandi liðinn önnur mál í fundargerðinni frá 23.01.03 lýsir Hreppsnefnd Gerðahrepps yfir fyllsta stuðningi á störf Æskulýðsnefndar og hvetur nefndina til að finna lausn á þeim vanda sem er til staðar. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.