Lýsa eftir stolnum bílaleigubíl
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni NFK72 sem er hvítur Land Cruiser, árgerð 2017.
Bifreiðin var tekin ófrjálsri hendi 4. júlí s.l. frá starfsstöð bílaleigu á Keflavíkurflugvelli.
Þeir sem geta gefið upplýsingar hvar bifreiðin er niðurkomin vinsamlegast hafið samband við Lögregluna á Suðurnesjum 444-2200.