Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsa andstöðu sinni við fyrirhuguðu breytingar á starfsemi sýslumanns í Grindavík
Fimmtudagur 11. ágúst 2022 kl. 16:47

Lýsa andstöðu sinni við fyrirhuguðu breytingar á starfsemi sýslumanns í Grindavík

Málefni skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum í Grindavík voru tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Fyrir liggur í samráðsgátt frumvarp til laga um sýslumann með það að markmiði að sameina öll sýslumannsembætti landsins í eitt. 

Bæjaryfirvöld í Grindavík gagnrýna þá stefnu dómsmálaráðherra að leggja niður útibú sýslumanns í bænum. Gagnrýnin er óháð sameiningu embættanna í eitt embætti til að tryggja samræmda og góða þjónustu um allt land líkt og frumvarpið leggur til. Það vekur þó furðu að samhliða sameiningu embætta eigi að skerða þjónustu í Grindavík og mótmæla bæjaryfirvöld harðlega lokun útibúsins og um leið skerðingu á þjónustu við bæjarbúa, þvert á markmið frumvarpsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í umsögn um frumvarpið er þess getið að samráð var haft við ákveðin sveitarfélög en óskiljanlegt er að ekki var haft samráð við Grindavík, sem er það sveitarfélag ásamt Dalvík sem eiga að missa starfsstöðvar sínar. 

Í dag er sýslumaður með starfsmann í 68% starfshlutfalli í bæjarfélaginu en frá byrjun desember hefur útibúinu verið lokað og hefur það valdið miklum óþægindum fyrir íbúa Grindavíkur, segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur á málinu. 

„Bæjaryfirvöld í Grindavík telja þetta vera gríðarlega mikla þjónustuskerðingu og lýsa andstöðu sinni við þessar fyrirhuguðu breytingar en í sumar hefur ríkið ákveðið að loka bæði útbúi Póstsins og útibúi sýslumannsins og er staðan því orðin sú að ríkið er með nánast enga þjónustu hér í Grindavík í ört stækkandi samfélagi,“ segir jafnframt í afgreiðslu bæjarráð Grindavíkur.