Lýsa ánægju með stuðning ríkissjórnarinnar
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með stuðning ríkisstjórnar Íslands við uppbyggingu álvers í Helguvík. Fomleg tillaga þess efnis var samþykkt einróma á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn.
Þar segir að sá stuðningur sem staðfestur var á ríkisstjórnarfundi 23.desember s.l. sé þó er í engu frábrugðinn þeim stuðningi sem ríkisstjórnin hafi áður veitt við uppbyggingu annarra sambærilegra verkefna í landinu.
VFmynd/IngaSæm - Fyrstu skóflustungur teknar að nýju álveri í Helguvík