Lyngsel fær gefins langþráð sjúkrarúm
Lionsmenn í Sandgerði færðu Lyngseli, sem er skammtímavistun fyrir fatlaða, sjúkrarúm að gjöf á dögunum að andvirði 169 þús. krónur. Kolbrún Marelsdóttir, forstöðukona Lyngsels, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði veglega gjöf fyrir hönd Lyngsels. Fanney Dís, sem er þriggja ára gömu langveik stúlka, fær að nota rúmið en hún hefur ekki haft sjúkrarúm fram að þessu, þannig að gjöfin kemur í mjög góðar þarfir.Lyngsel opnaði árið 1992 og Kolbrún hefur verið forstöðukona þess frá upphafi. „Markmið heimilisins er að veita börnunum afþreyingu við hæfi og foreldrum þeirra hvíld. Þeir einstaklingar sem eru hjá okkur núna eru á aldrinum 3- 32 ára. Starfsmenn eru 13 og við höfum um 18 einstaklinga hjá okkur á mánuði, eða 4-5 í einu“, sagði Kolbrún.