Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. september 2001 kl. 10:00

Lyngsel fær 70 bækur að gjöf

Bókakostur Lyngsels í Sandgerði tók aldeilis breytingum í síðustu viku þegar útgáfufyrirtækið Skjaldborg færði heimilinu 70 bækur sem vísir að bókasafni. Skjaldborg mun síðan bæta við bókum jöfnum höndum. Starfsmenn heimilisins hafa undanfarin ár farið þess á leit við útgáfufyrirtæki að þau gæfu tvær til þrjár bækur til heimilisins til að bæta bókakostinn. Forsvarsmenn Skjaldborgar tóku vel í þessa hugmynd og ákváðu að gera mun betur en tvær til þrjár bækur. Eigandi Skjaldborgar, Björn Eiríksson og aðstoðarkona hans Anna Fr. Kristjánsdóttir heimsóttu dvalargesti heimilisins og færðu þeim gjafabréf upp á 70 bækur. Lyngsel fær allar bækur í bókaflokknum Lestrarhestar en Skjaldborg gefur út 6 bækur í þessum flokki á ári. Bækurnar eru fræðslubækur en þeim fylgja verkefni sem hægt er að nálgast á Internetinu. „Þetta er frábær gjöf og á eftir að koma sér mjög vel“, segir Kolbrún Marelsdóttir, forstöðumaður Lyngsel. „Ég vona bara að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið og bæti við bókasafnið okkar.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024