Lyktarmengun í Garði á borði bæjarráðs
	Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að boða framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til fundar eins fljótt og mögulegt er.
	
	Ástæðan er fjöldi tilkynninga til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er varða lyktarmengun í Garðinum.
	
	Samþykkt bæjarráðsins er í kjölfar tillögu fulltrúa N-listans á fundi ráðsins þann 17. desember sl.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				