Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:18

LÚSIN MÆTT Á FYRSTA DEGI

Á hverju hausti verður vart lúsar í einhverjum grunnskólanna á Suðurnesjum og að sögn Þórunnar Benediktsdóttur, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði í viðtali við VF að nú þegar hefðu upplýsingar borist H.S um lúsatilfelli í Reykjanesbæ. „Svo virðist sem lúsin sé fyrr á ferðinni en vanalega og mikilvægt að foreldrar og forráðamenn bregðist rétt við. Því miður eru ekki komnir skólahjúkrunarfræðingar í alla skóla en sá vandi leystist fyrir skömmu og verða komnir hjúkrunarfræðingar í alla skóla um miðja næstu viku. Vil ég hvetja foreldra og forráðamenn barna til að vera vakandi og skoða börn sín reglulega.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024