HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:18

LÚSIN MÆTT Á FYRSTA DEGI

Á hverju hausti verður vart lúsar í einhverjum grunnskólanna á Suðurnesjum og að sögn Þórunnar Benediktsdóttur, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði í viðtali við VF að nú þegar hefðu upplýsingar borist H.S um lúsatilfelli í Reykjanesbæ. „Svo virðist sem lúsin sé fyrr á ferðinni en vanalega og mikilvægt að foreldrar og forráðamenn bregðist rétt við. Því miður eru ekki komnir skólahjúkrunarfræðingar í alla skóla en sá vandi leystist fyrir skömmu og verða komnir hjúkrunarfræðingar í alla skóla um miðja næstu viku. Vil ég hvetja foreldra og forráðamenn barna til að vera vakandi og skoða börn sín reglulega.“
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025