Lukkan ekki hliðholl áhöfn Gunnþórs GK í dag
Lukkan ekki hliðholl áhöfn Gunnþórs GK í dag. Báturinn var dreginn til hafnar fyrr í dag af Hólmsteini GK vegna þess að hann hafði fengið net í skrúfuna. Sigurður Stefánsson kafari í Sandgerði skar þá fjögur net sem voru flækt í skrúfunni.Gunnþór GK hélt síðan aftur til veiða og kom úr róðri í kvöld og þá vildi ekki betur til en báturinn strandaði hægra megin við innsiglinguna í Sandgerðishöfn. Gunnþór er 250 tonna stálbátur og þar á bæ búast menn við því að skipið fljóti upp af strandstað um kl. 04 í nótt.