Lufthansavél hafði viðkomu í Keflavík vegna hjartaáfalls um borð
Farþegavél frá þýska flugfélaginu Lufthansa lenti í Keflavík rétt fyrir kl. 15 í dag vegna veikinda eins farþega vélarinnar. Tilkynning barst klukkan 14.17 um að maður hefði fengið hjartaáfall um borð, en vélin var þá yfir Kópaskeri.Ráðstafanir voru þegar gerðar af lækni sem er um borð í vélinni og beið sjúkrabíll eftir því að vélin lendi, en hún var á leiðinni frá Frankfurt til Vancouver. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en þotan, Boeing breiðþota, tók á loft um kl. 17 á leið sinni vestur um haf.