Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Losnaði af strandstað í Grófinni
Fimmtudagur 20. mars 2003 kl. 20:56

Losnaði af strandstað í Grófinni

18 tonna bátur, Lukku Láki SH-501, strandaði við innsiglinguna í smábátahöfninni í Grófinni um sjöleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunnar tók Sunna Líf KE-7, sem er 13 tonna bátur, Lukku Láka í tog og fóru bátarnir til hafnar í Keflavíkurhöfn. Ekki er vitað hvað varð þess valdandi að Lukku Láki strandaði.

Meðfylgjandi er myndasyrpa sem ljósmyndari Víkurfrétta tók út af Vatnsnesi á áttunda tímanum í kvöld.

Smellið hér til að skoða myndasyrpuSunna Líf var með Lukku Láka í togi og björgunarbátar frá Björgunarsveitinni Suðurnes og Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði sigldu í kring og léku oft listir sínar á öldutoppunum.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024