Losa þurfti ökumann með klippum
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur. Beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út úr bifreiðinni. Hann kvartaði undan eymslum og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina af vettvangi.
Þá varð umferðaróhapp í Njarðvík, þar sem bifreið var ekið í veg fyrir aðra. Engan sakaði.