Löndunarbið í Sandgerði
Það er löndunarbið hjá fleirum en loðnuskipunum. Smábátaflotinn þarf oft að bíða eftir því að komast að löndunarkrananum þegar fiskirí er gott.Glaður GK var einn fjölmargra báta sem þurfti að bíða eftir löndun í Sandgerði síðdegis. Smábátaflotinn hefur verið að fá ágætan afla fyrir utan Sandgerði en oftar en ekki fylgir stór og fallegur þorskur í kjölfar loðnunnar, sem átti leið framhjá Sandgerði í síðustu viku og hefur verið að veiðast í dag úti af Malarrifi á Snæfellsnesi.