Lönduðu afla fyrir tæpa 4,4 milljarða
Á árinu 2008 lönduðu skip Þorbjarnar hf í Grindavík 24.490 tonnum að verðmæti 4.390 milljónir kr. Afli frystitogara var 15.899 tonn. Afli línubáta var 8.591 tonn
Heildar afli skipa Þorbjarnar hf. á árinu 2007 var rúmlega 26 þús. tonn að verðmæti 3,6 milljarðar, að því er fram kemur á heimasíðu félagsins.