Lönduðu 1390 tonnum rétt fyrir jól
Það var heldur betur handagangur í öskjunni hjá Þorbirni hf. í Grindavík rétt fyrir jólin þegar þrír frystitogarar fyrirtækisins lönduðu allir á svipuðum tíma. Þeir lönduðu samtals 1390 tonnum af blönduðum afla og var samanlagt aflaverðmæti þeirra um 491 milljón króna. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá þessu.
Hrafn GK 111 landaði í Grindavík 22. desember 410 tonnum af blönduðum afla. Verðmæti aflans var 160 milljónir og stóð veiðiferðin í 29 daga.
Hrafn Sveinbjarnarson Gk 255 landaði í Grindavík 22. desember 470 tonnum af blönduðum afla. Verðmæti aflanns var 145 miljónir og stóð veiðiferðin í 26 daga.
Gnúpur GK 11 landaði í Grindavík 19. desember 510 tonnum af blönduðum afla. Verðmæti aflans var 186 milljónir og stóð veiðiferðin í 26 daga.