Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokun Gunnuhvers skaðar ferðaþjónustu á Reykjanesi
Mánudagur 19. október 2009 kl. 13:56

Lokun Gunnuhvers skaðar ferðaþjónustu á Reykjanesi

Ferðamálasamtök Suðurnesja harma mjög langvarandi lokun háhitasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Þetta kemur fram í ályktun frá aðalfundi samtakanna sem haldinn var 10. október sl. sem beint er til stjórnar HS orku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þessi lokun hefur að áliti fundarins skaðað verulega ferðaþjónustuna á utanverðu Reykjanesi. Fundurinn beinir þeirri eindregnu ósk til stjórnar HS orku að hefja nú þegar lagfæringar  á aðgenginu að háhitasvæðinu og Gunnuhver samkvæmt fyrirliggjandi tillögu  þannig að opna megi svæðið að nýju,“ segir í ályktun aðalfundarins.


Ljósmynd: Oddgeir Karlsson