Lokun Gunnuhvers skaðar ferðaþjónustu á Reykjanesi
Ferðamálasamtök Suðurnesja harma mjög langvarandi lokun háhitasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Þetta kemur fram í ályktun frá aðalfundi samtakanna sem haldinn var 10. október sl. sem beint er til stjórnar HS orku.
„Þessi lokun hefur að áliti fundarins skaðað verulega ferðaþjónustuna á utanverðu Reykjanesi. Fundurinn beinir þeirri eindregnu ósk til stjórnar HS orku að hefja nú þegar lagfæringar á aðgenginu að háhitasvæðinu og Gunnuhver samkvæmt fyrirliggjandi tillögu þannig að opna megi svæðið að nýju,“ segir í ályktun aðalfundarins.
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson