Lokuðu Brautinni
Á meðal þeirra sem sátu fastir á Brautinni voru farþegar á leið í flug, en einnig áhafnir og eldsneytisbílar á leið á flugvöllinn. Urðu þó ekki miklar tafir á flugi. Almenningur sem sat fastur var þó ekki að æsa sig og virtist sýna aðgerðum bílstjóra skilning. Eftir að leyst hafði verið úr flækjunni boðuðu forsvarsmenn bílstjóra enn frekari aðgerðir á næstunni.
Hátt í hundrað vörubílar stöðvuðu umferð um Reykjanesbraut, við Kúagerði, í einn klukkutíma í morgun. Þetta er hluti af mótmælaaðgerðum atvinnubílstjóra gegn háum álögum stjórvalda á eldsneyti.
VF-myndir/Hilmar Bragi