Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lokuðu Brautinni
Miðvikudagur 2. apríl 2008 kl. 09:54

Lokuðu Brautinni



Hátt í hundrað vörubílar stöðvuðu umferð um Reykjanesbraut, við Kúagerði, í einn klukkutíma í morgun. Þetta er hluti af mótmælaaðgerðum atvinnubílstjóra gegn háum álögum stjórvalda á eldsneyti.

Á meðal þeirra sem sátu fastir á Brautinni voru farþegar á leið í flug, en einnig áhafnir og eldsneytisbílar á leið á flugvöllinn. Urðu þó ekki miklar tafir á flugi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Almenningur sem sat fastur var þó ekki að æsa sig og virtist sýna aðgerðum bílstjóra skilning.

Eftir að leyst hafði verið úr flækjunni boðuðu forsvarsmenn bílstjóra enn frekari aðgerðir á næstunni.


VF-myndir/Hilmar Bragi