Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:17

LOKUÐ HURÐ ÍBÚANUM TIL LÍFS

Brunavörnum Suðurnesja barst brunatilkynning kl. 04:50 að morgni sl. mánudags. Íbúi á annarri hæð þessa 3. hæða húss vaknaði við reykjarlykt og gerði viðvart. Eldur var laus í kjallara hússins og logaði eldur í sjónvarpsholi. Reykkafarar B.S fundu, eftir nokkra leit, sofandi karlmann í lokuðu herbergi, færðu hann í sjúkrabifreið og fluttu á H.S og síðan þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur vegna reykeitrunar. Líklegt er talið að lokuð hurðin hafi orðið manninum til lífs en líðan hans er eftir atvikum góð. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu öllu vegna atviksins en íbúi kjallarans getur eflaust þakkað nágrannanum á efri hæðinni lífgjöfina en sá brást hárrétt við aðstæðum. Sjóaðir sjúkraflutningsmenn Tilkynnt um veikan sjómann um borð í m/s Stapafelli sl. mánudag. Sjúkraflutningsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja fór með björgunarskipinu Hannesi Hafstein og sótti þann sjúka u.þ.b. 10 sjómílur undan Reykjanesi. Að sjóferðinni lokinni var ferðinni heitið á Landsspítalann þar sem sjúklingnum heilsast vel. Er þetta í fyrsta sinn sem sjúkraflutningsmaður er sendur til sjós með björgunarsveit, í þessu tilfelli Björgunarsveit Ægis í Garði, en gott samstarf B.S og björgunarsveita svæðisins gerðu þetta mögulegt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024