Loksins þurrviðri
Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Austlæg átt 5-10 m/s, en heldur hægari norðaustan átt á morgun. Skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 0 til 6 stig, en næturfrost í uppsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austlæg átt 3-8 m/s, en 5-10 m/s eftir hádegi. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Heldur hægari norðaustan átt á morgun. Hiti 2 til 6 stig að deginum, en hætt við næturfrosti.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-15 m/s og slydda eða snjókoma suðaustantil, en hægari vindur og þurrt að kalla annars staðar. Hiti 0 til 5 stig, en hiti um frostmark norðantil.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-10 m/s og víða dálítil slydda með köflum, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og dálítil él norðan- og austantil á landinu, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austan og norðaustan átt með slyddu eða rigningu í flestum landshlutum. Hiti 1 til 7 stig.