Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. ágúst 2001 kl. 10:56

Lokahönnun Reykjanesbrautar boðin út

Vegagerðin hefur boðið út lokahönnun og gerð útboðslýsingar fyrir breikkun Reykjanesbrautar. Unnið er að skýrslu um mat á umhverfisáhrifum og verður hún kynnt í haust. Þetta kemur fram á mbl.isGerð hafa verið frumdrög að hönnun Reykjanesbrautar, frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps til Njarðvíkur. Útboðið sem nú fer fram er í lokahönnun og gerð útboðslýsingar fyrir verkið.

Forhönnun fyrir þá tvo kafla sem næstir eru Hafnarfirði á að vera lokið 17. desember næstkomandi og verkhönnun fyrir kaflana tvo svo og útboðslýsing fyrir fyrsta kaflann sem liggur meðal annars um Kúagerði skal lokið í byrjun júní í vor. Forhönnun fyrir þá þrjá kafla sem liggja sunnar skal lokið í lok apríl í vetur og verkhönnun fyrir þá svo og útboðslýsing fyrir allan veginn nema fyrsta kaflann á að vera lokið 1. apríl 2003.

Unnið að umhverfismati
Samkvæmt þessu á undirbúningi útboðs á fyrsta kaflanum að vera lokið næsta vor þannig að framkvæmdir geti hafist á því ári. Undirbúningi annarra hluta vegarins á að vera lokið vorið 2003.

Gert er ráð fyrir fjárveitingum til breikkunar Reykjanesbrautar á árunum fram til 2010. Hugmyndir hafa verið uppi um að flýta verkinu en ákvörðun um það verður tekin á Alþingi við endurskoðun vegaátlunar.

Jafnframt vinnur Hönnun hf. að undirbúningi umhverfismats, fyrir hönd Vegagerðarinnar, á grundvelli matsáætlunar sem Skipulagsstofnun samþykkti í febrúar síðastliðnum. Stefnt er að því að matsskýrslan verði tilbúin og kynnt í haust.

Kröpp veglína við Kúagerði
Í skýrslu um frumhönnun Reykjanesbrautarinnar voru bornir saman ýmsir kostir. Vegagerðin leggur til að brautin verði tvær akgreinar í hvora átt, hvor um sig 7,5 metrar á breidd, með 11 metra graseyju á milli.

Breikkunin fer þannig fram að lögð verður ný akbraut við hlið þeirrar gömlu. Helstu vandræðin á þeirri framkvæmd eru í Kúagerði. Þar er veglínan kröpp, bæði hvað varðar hæð og grunn, og þar hafa óhöpp verið tíð. Niðurstaða Vegagerðarinnar var að leggja til að núverandi veglínu yrði haldið að mestu leyti á þessum stað en þó reynt að sníða af verstu agnúana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024