Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ
Laugardagur 13. mars 2021 kl. 07:11

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ

Miðvikudaginn 3. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fram í Bergi, Hljómahöll í 24. sinn. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla.

Agnes Jóna Pálmadóttir, Háaleitisskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alma Rós Magnúsdóttir, Heiðarskóla.

Bryndís Björk Guðjónsdóttir, Myllubakkaskóla.

Brynja Arnarsdóttir, Heiðarskóla.

Guðný Kristín Þrastardóttir, Myllubakkaskóla.

Haukur Freyr Eyþórsson, Akurskóla.

Júlíana Benediktsdóttir, Stapaskóla.

Katrín Alda Ingadóttir, Stapaskóla.

Kristín Björk Guðjónsdóttir, Njarðvíkurskóla

Nikolai Leo Jónsson, Akurskóla.

Patrik Vyplel, Háaleitisskóla.

Rúna María Fjeldsted, Holtaskóla.

Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, Holtaskóla.

Viktor Garri Guðnason, Njarðvíkurskóla.

Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember ár hvert en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framsögn.

Það er óhætt að segja að keppendur hafi staðið sig með prýði og verið sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma. Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasæti enda lagði Ingibjörg Einarsdóttir, formaður dómnefndar, áherslu á það að allir væru í raun og veru sigurvegarar. Að sama skapi hvatti hún keppendur til þess að halda áfram að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð.

Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en flutt voru fjögur tónlistaratriði á hátíðinni. Í upphafi lék Ísak Máni Karlsson Hallelujah eftir Leonard Cohen á gítar, Anika Owczarska lék Over the Rainbow á þverflautu. Þá lék Guðbjörg Sofie Ívarsdóttir Sjómannavalsinn á þverflautu. Að lokum fluttu þau Rozalia Mietus og Jakob Piotr Grybos sónötu númer fimm eftir Beethoven á fiðlu og píanó. Allir nemendur sem komu fram eru í 7. bekk og komu úr grunnskólum Reykjanesbæjar. Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári, þau Alexander Freyr Sigvaldason og Thelma Helgadóttir, kynntu skáld hátíðarinnar, þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Kristján frá Djúpalæk. Þá las Fjola Osmani, nemandi í Njarðvíkurskóla, ljóð á móðurmáli sínu, albönsku. Að lokum flutti Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, ávarp og afhenti bókagjafir.

Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum og kennurum fyrir frábæran undirbúning og æfingar sem skiluðu sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sal af áhorfendum.

Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirfarandi:

1. sæti: Guðný Kristín Þrastardóttir, Myllubakkaskóla.

2. sæti: Kristín Björk Guðjónsdóttir, Njarðvíkurskóla.

3. sæti: Rúna María Fjelsted, Holtaskóla.