Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokað fyrir umsóknir í Háskólabrú Keilis
Frá fjölmennustu útskrift Háskólabrúar í sögu Keilis þann 12. júní 2020 en þá brautskráðust samtals 109 nemendur.
Miðvikudagur 1. júlí 2020 kl. 22:56

Lokað fyrir umsóknir í Háskólabrú Keilis

„Í fyrsta skipti í sögu Keilis hefur þurft að loka fyrir umsóknir í Háskólabrú, sem er fjölmennasta deild skólans. Metfjöldi umsókna hefur borist í námið á komandi haustönn og þarf því að grípa til þessa úrræðis, en opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Keilir fær úthlutað 180 nemendaígildum á ársgrundvelli fyrir nemendur á Háskólabrú og ljóst að þeim þarf að fjölga til að hægt sé að taka á móti öllum þeim umsækjendum sem uppfylla inntökuskilyrði“, segir Arnbjörn Ólafsson, Forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála Keilis.

Vegna mikillar aðsóknar í Háskólabrú Keilis hefur verið lokað fyrir umsóknir í námið á haustönn 2020, en opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista. Er þetta í fyrsta skipti sem fullskipað er í námið í sögu skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsóknum í námið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og fjölgar þeim nú um ríflega fjórðung á milli ára. Keilir fær úthlutað 180 nemendaígildum á ársgrundvelli fyrir nemendur á Háskólabrú og ljóst að þeim þarf að fjölga til að hægt sé að taka á móti öllum þeim umsækjendum sem uppfylla inntökuskilyrði.

Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Samtals hafa rétt um tvö þúsund einstaklingar lokið náminu og hefur mikill meirihluti þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír.

Næst verður boðið upp á Háskólabrú í fjarnámi, bæði með og án vinnu, á vorönn 2021. Umsóknarfrestur er í byrjun desember og hvetjum við áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst, þar sem búist er við áframhaldandi fjölgun umsókna í námið.