Lokað fyrir kalt vatn við Heiðarbraut
HS Veitur sendu frá sér tilkynningu í dag á Facebook síðu sinni þar sem tilkynnt er að bilun sé í dreifikerfi fyrir kalt vatn við Heiðarbraut, Keflavík og að lokað verði fyrir vatnið kl. 16 og unnið verði við viðgerð fram eftir kvöldi. Á kortinu á myndinni hér fyrir ofan má einnig sjá fleiri hús sem gætu orðið fyrir vatnsleysi eða truflun á afhendingu vatns. Nánari upplýsingar má sjá á Facebook síðu HS Veitna.