Mánudagur 5. nóvember 2018 kl. 09:02
Lokað fyrir hitaveitu á Ásbrú og í Höfnum
Vegna bilunar í hitaveitustofni við Grænásbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ þarf að loka fyrir hitaveituna á Ásbrú og í Höfnum.
„Lokað verður kl.9 og unnið að viðgerð þangað til heita vatnið er komið á hjá öllum, vonandi fyrir kvöldið,“ segir í tilkynningu frá HS Veitum.