Lokaáfanginn hafinn
Lokaáfangi hjólreiðanna umhverfis Ísland, Hjólað til góðs, er hafinn en fjórmenningarnir eru komnir á Reykjanesbrautina og berjast þar í roki og rigningu á leið sinni til Reykjanesbæjar.
Okkar menn fengu fyrirtaks móttökur í Hafnarfirði þar sem þeir fengu góða hressingu fyrir áframhaldandi ferðalag. Þá má geta þess að félag slökkviliðsmanna á Akranesi kom færandi hendi við Hvalfjarðargönginn og veitti fjármunum til söfnunarinnar. Einnig hafa mörg önnur góð framlög borist í dag.
Mynd: Trukkur frá Ístaki ekur framhjá hjólaköppunum. Hér með er skorað á Ístak að leggja verkefninu lið.