Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokaáfangi Svíragarðs: Bryggjuþekjan steypt í Grindavík
Miðvikudagur 26. júlí 2006 kl. 02:26

Lokaáfangi Svíragarðs: Bryggjuþekjan steypt í Grindavík

Undanfarin misseri hafa framkvæmdir staðið yfir við endurgerð bryggjunnar við Svíragarð í Grindavík og eru þær nú á lokastigi. Síðustu daga hefur verið unnið við að steypa þekjuna og styttist því óðum í að hægt verði að taka bryggjuna í fulla notkun.

Það er Almenna byggingafélagið sem hefur þennan lokaáfanga með höndum og þegar búið verður að steypa þekjuna og ganga frá raflögnum mun Svíragarður verða fullbúinn til notkunar.

Við það batna aðstæður til mikilla muna en heldur þröngt hefur verið í höfninni meðan á framkvæmdunum hefur staðið.

 

Víkurfréttir: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024