Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lok sprakk framan í mann við sandblástur
Sunnudagur 18. júlí 2010 kl. 17:16

Lok sprakk framan í mann við sandblástur

Vinnuslys varð í dag þegar lok sprakk framan í mann sem var að sandblása. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan áfram á Landsspítala. Hann mun ekki vera lífshættulega slasaður.


Sjúkraflutningamenn á Suðurnesjum hafa haft nóg að gera í allan dag og þegar haft var samband við vaktstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja núna kl. 17 hafði liðið sinnt tólf útköllum í dag og þar af voru fjögur svokölluð neyðarútköll. Meðal annars var aðstoð við endurlífgun og flutningur á fæðandi konu til Reykjavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024