Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lok, lok og læs í Landnámsdýragarði
Miðvikudagur 10. ágúst 2011 kl. 09:41

Lok, lok og læs í Landnámsdýragarði

Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ hefur verið lokað og dýrin eru flest farin í sveitina. Það hefur því verið tómlegt um að litast í garðinum á síðustu dögum en þangað hafa fjölmargir komið og gripið í tómt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hjá Reykjanesbæ fengust þær upplýsingar að dýragarðinum hafi verið lokað 1. ágúst sl. eins og til hafi staðið. Aðsókn hafi verið góð í sumar og gestir hafa kunnað að meta það sem boðið var uppá.


Þó svo landnámsdýragarðinum hafi verið lokað eru ennþá hænur á svæðinu og geitur eru í læstu húsi. Þeir sem komið hafa í garðinn eftir að honum lokaði hafa haft áhyggjur af geitunum og haldið að þær væru bara gleymdar og væru matarlausar. Dýraeftirlitsmaður kemur tvisvar á sólarhring og fóðrar dýrin á staðnum.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi