Laugardagur 25. apríl 2009 kl. 13:11
Lögtreglan leitar vitna að árekstri í gær
Í gær föstudaginn 24. apríl um kl. 15:20 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Skólavegar í Keflavík. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignartjón. Ef vitni hafa orðið af þessum árekstri þá vinsamlega hafið samband við lögregluna á Suðurnesjum.