Lögregluvakt á strandstað
Björgunaraðgerðum er lokið á strandstað skammt frá Sandgerði þar sem flutningaskipið Wilson Muuga strandaði síðustu nótt. Lögregluvakt verður áfram á strandstað.
Ef aðstæður haldast óbreyttar í nótt og skipið kyrrt á sama stað í fyrramálið verða undirbúnar aðgerðir til að dæla olíu úr skipinu í land. Í dag var hafist handa við að leggja veg niður að strandstað svo olíuflutningabílar og fleiri stórvirkar vinnuvélar kæmust sem næst skipinu til að athafna sig.
VF-mynd/ Ellert Grétarsson
Ef aðstæður haldast óbreyttar í nótt og skipið kyrrt á sama stað í fyrramálið verða undirbúnar aðgerðir til að dæla olíu úr skipinu í land. Í dag var hafist handa við að leggja veg niður að strandstað svo olíuflutningabílar og fleiri stórvirkar vinnuvélar kæmust sem næst skipinu til að athafna sig.
VF-mynd/ Ellert Grétarsson