Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Lögreglustjóri hvetur til blóðgjafar
  • Lögreglustjóri hvetur til blóðgjafar
    Ólafur Helgi Kjartansson blóðgjafi
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 13:56

Lögreglustjóri hvetur til blóðgjafar

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur skorað á alla starfsmenn embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum að gefa blóð. Blóðbankinn verður í heimsókn í Reykjanesbæ á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 10-17.

„Ávallt er mikil þörf blóðs og því skorar undirritaður á alla sem vettlingi geta valdið eða öllu heldur brett upp ermar og mega gefa blóð heilsu sinnar vegna og nægilegs tíma frá síðustu blóðgjöf að líta við í Blóðbankabílnum sem líkt og venjulega verður við KFC við Krossmóa á morgun, 24. ágúst frá kl. 10-17. Það er gott að gefa af sér öðrum til góðs og bættrar heilsu.

Með beztu kveðju,
Ólafur Helgi Kjartansson,
blóðgjafi“.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024