Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 11. febrúar 2002 kl. 10:47

Lögreglumönnum fækkað um fimm milli ára

Lögreglumönnum við embætti lögreglunnar í Keflavík hefur fækkað um fimm milli áranna 2000 og 2001. Árið 2000 voru lögreglumenn í Keflavík 40 talsins, en voru orðnir 35 í fyrra. Þetta kemur fram á vef Sýlsumannsins í Keflavík.Fækkað hefur um fimm lögreglumenn á árinu 2001, þar af einn rannsóknarlögreglumann, einn mann í boðunardeild og þrjá menn í almennri deild lögreglunnar.  Störf boðunardeildar hafa að mestu leyti verið færð til starfsmanna sýslumanns og með hagræðingu vakta og góðri samvinnu við lögregluna á Keflavíkurflugvelli hefur tekist að halda uppi góðri löggæslu þrátt fyrir fækkun manna í almennu deild lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024