Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumenn styrkja Hugin Heiðar
Þriðjudagur 3. maí 2005 kl. 10:00

Lögreglumenn styrkja Hugin Heiðar

Baráttusaga Hugins Heiðars Guðmundssonar er lesendum Víkurfrétta vel kunnug, en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann bíður ásamt foreldrum sínum eftir lifrarígræðslu. Síðustu vikur hefur staðið yfir söfnun til að létta undir með fjölskyldunni og hafa fjölmargir lagt sitt af mörkum.
Lögreglumenn í Keflavík sýndu málinu áhuga og sóttu um styrk fyrir fjölskyldu Hugins úr líknar- og hjálparsjóði Landssambands Lögreglumanna. Svar þeirra var jákvætt og var samþykkt að veita þeim veglegan styrk að upphæð kr. 200.000 sem þeir afhentu systkinum Hugins á mánudagskvöld.

Það er helst að frétta af Hugin og foreldrum hans, þeim Fjólu og Guðmundi, að næsta víst er að hluti úr lifur Fjólu verður græddur í Hugin og verða aðgerðirnar framkvæmdar þann 17. maí.
Þeim sem vilja styrkja þetta góða málefni frekar er bent á styrktarreikning í nafni Hugins. Númerið er 1109-05-449090, kt:181104-3090.

VF-mynd/Þorgils: Guðmundur Tómasson, formaður Lögreglufélags Gullbringusýslu, afhendir systkynum Hugins gjöfina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024