Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumenn hlaupa með „Loga vonarinnar“
Fimmtudagur 7. nóvember 2013 kl. 09:12

Lögreglumenn hlaupa með „Loga vonarinnar“

Lögreglumenn á Suðurnesjum og frá Reykjavík munu nú í fyrsta skipti taka þátt í kyndilhlaupi við setningu Íslandsleika Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands, sem fram fer í Reykjanesbæ sunnudaginn 10. nóvember næstkomandi.

Umsjónaraðili Íslandsleikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum. Auk knattspyrnu verður á sama tíma keppt í víðavangshlaupi og kúluvarpi. Special Olympics leikar eru fyrir fólk með þroskahömlun og þar gilda engin lágmörk, allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir.

Kyndilhlaup lögreglumanna hefur verið sett upp í tengslum við Evrópu og alþjóðaleika Special Olympics og nú mun Ísland í fyrsta skipti standa fyrir slíku hlaupi. Enska heitið er „Flame of Hope“ eða „Logi Vonarinnar“. Kyndilhlaupið hefst við lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Þar verður kyndillinn tendraður kl. 10:20 og mun aðstoðaryfirlögregluþjónn sjá um það. Þaðan verður hlaupið í Reykjaneshöllina þar sem keppni fer fram. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun tendra eld leikanna ásamt keppanda.

Lögreglumenn verða einnig liðsmenn í knattspyrnukeppninni og Special Olympics á Íslandi fagnar þeim áhuga sem kom fram þegar leitað var til lögreglunnar um samstarf.

Sjá nánar um Íslandsleikana og dagskrá þeirra á www.ifsport.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024