Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumenn funda út um allt
Þriðjudagur 22. september 2015 kl. 09:31

Lögreglumenn funda út um allt

Staður né stund skiptir ekki máli hjá lögreglumönnum þegar kemur að því að halda fundi. Myndin hér að ofan var tekin við Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar þar sem lögreglumenn komu til fundar síðdegis í gær.

Annar fundur var svo haldinn hjá lögreglumönnum kl. 06 í morgun og er hugur í lögreglumönnum sem ræða kaup og kjör. Annar fundur hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum verður haldinn síðar í dag.

Lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu einnig fyrir helgi og þá var lögreglustöðinni í Keflavík lokað í klukkustund en annars er stöðin opin allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024