Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumenn elta ruslatunnu
Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 11:32

Lögreglumenn elta ruslatunnu

Síðasta vika var fremur róleg hjá Lögreglunni í Keflavík. Helst var um að ræða útköll vegna veðurs og m.a. þurftu lögreglumenn að elta uppi ruslatunnu sem hafði fokið. Nokkrir ökumenn voru kærðir í vikunni vegna hraðaksturs og fyrir að hafa ekki fært bifreiðar sínar til skoðunar. Á föstudag var einn ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og kom þá í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum.Dagbók Lögreglunnar í Keflavík

Mánudagurinn 10. febrúar 2003
Kl. 22:07 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka á 122 km hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km.

Þriðjudagurinn 11. febrúar 2003
Kl. 03:29 er lögreglumenn voru í eftirlitsferð um iðnaðarsvæðið í Grófinni í Keflavík urðu þeir varir við að hurð var opin í einu fyrirtækinu. Talsvert rok var og virðist sem hurðin hafi verið kviklæst og slegist upp í vindinum.Fyrir miðnættið voru tveir ökumenn bifreiða kærðir, annar fyrir að stöðva ekki á stöðvunarskyldu á gatnamótum Grænásvegar og Reykjanesbrautar og hinn fyrir óheimila notkun ljósa, þar sem hann var með blikkandi vinnuvélaljós inni í bifreiðinni við akstur hennar.

Miðvikudagurinn 12. febrúar 2003
Upp úr miðnættinu fór að hvessa nokkuð og bárust þá óskir um aðstoð þar sem járnplötur voru að losna á nokkrum húsþökum. Björgunarsveitin Suðurnes var sett í viðbragsstöðu. Uppúr kl. 02:00 fór að lægja mikið.Kl. 00:02 var tilkynnt til lögreglunnar að járnplata hafi brotið stóra stofurúðu í húsi við Mávabraut í Keflavík. Faðir eiganda kom snarlega með körfubíl, þar sem þetta var á annarri hæð og negldi fyrir gluggann þar sem vindur hafði gnauðað inn. Lögreglumenn komu höndum yfir járnplötuna sem hafði fokið á rúðuna og var hún tekin í vörslu lögreglu. Ekki er vitað hvaðan hún kom. Járnplatan er úr sléttu járni, grá að lit ca 1,5x3,0 metrar að stærð. Eigandi hennar er beðin að vitja hennar hjá lögreglunni í Keflavík.
Kl. 00:47 var tilkynnt að ruslatunna væri á ferðinni á Faxabraut, við Hlévang í Keflavík. Lögreglumenn fóru og komu henni í skjól. Seinnipart nætur veittu lögreglumenn athygli að sex vörubifreiðum var lagt í íbúðahverfum í Reykjanesbæ og voru eigendur þeirra kærðir fyrir brot á Lögreglusamþykkt Reykjanesbæjar.

Fimmtudaginn 13. febrúar 2003
Rólegt hefur verið á næturvaktinni og ekkert sérstakt borið til tíðinda.Tveir aðilar kærðir fyrir að færa bifreiðar sínar ekki til skoðunar.

Föstudaginn 14. febrúar 2003
Í gærkvöldi var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan sleppt að lokinni skýrslutöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024