Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumál: Skorað á forsætisráðherra
Mánudagur 21. apríl 2008 kl. 17:49

Lögreglumál: Skorað á forsætisráðherra

Umræður spruttu upp um málefni löggæslu á Suðurnesjum á Alþingi í dag. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Grétar Mar Jónsson, frjálslyndum, skoruðu á forsætisráðherra að skera á hnútinn og eyða óvissunni sem umlykur þessi mál.

Frumvarp dómsmálaráðherra er enn til afgreiðslu í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að hafa verið afgreitt út úr ríkisstjórn og þingflokki sjálfstæðismanna.

Geir Haarde, forsætisráðherra, svaraði því til að málin væru í vinnslu og að ekkert væri að athuga við stefnu dómsmálaráðherra, að því er fram kemur á Vísi.is í dag. Markmið stjórnvalda væri að tryggja sem besta þjónustu en að það yrði gert á grundvelli eðlilegra fjárheimilda.

Heimild: Vísir.is

VF-mynd/pket

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024