Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 3. júní 1999 kl. 22:44

LÖGREGLUBIFREIÐ SKEMMD OG RÁÐIST AÐ LÖGREGLUMÖNNUM

Aðfararnótt síðasta sunnudags óskaði 15 ára piltur úr Njarðvíkunum aðstoðar lögreglu vegna heimapartýs sem hann réði ekkert við lengur. Tveir lögreglumenn voru sendir á vettvang og fljótlega þrír að auki kallaðir til. Á meðan stillt var til friðar innan dyra og gestum sýnd leiðin að útidyrunum var hliðarrúða lögreglubifreiðar brotin. Tókst lögreglumönnum að hafa uppi á skemmdarvargnum en að leikslokum þurftu tveir 16 ára piltar vistunar við í fangageymslunum á Hringbrautinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024