Lögreglubifreið hafnaði á ljósastaur
	Lögreglubifreið hafnaði á ljósastaur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú síðdegis. Einn lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús en hann mun ekki vera alvarlega slasaður. 
	Tveir lögreglumenn voru í lögreglubílnum, sem er ónýtur eftir áreksturinn. 
	Samkvæmt heimildum Víkurfrétta höfðu lögreglumenn mælt bifreið fyrir of hraðan akstur og voru að veita henni eftirför þegar lögreglubifreiðin varð stjórnlaus í hálku og krapa á vegöxlinni. Málið er til rannsóknar og litlar upplýsingar að hafa hjá lögreglunni á Suðurnesjum á þessari stundu.
	Mikill viðbúnaður var á vettvangi en þar var fjölmennt lið frá bæði lögreglu og slökkviliði. 
	Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				